Filippseyjar fá ekki hjálpargögn

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte.
Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte. AFP

Íbúar á Filippseyjum fá ekki mikilvæg hjálpargögn frá Þróunarstofnun Bandaríkjanna, Millennium Challenge Corporation. Ástæðan er áhyggjur bandarískra yfirvalda af ástandinu í landinu eftir að Rodrigo Duterte, forseti, komst til valda fyrr á þessu ári.

„Þessi ákvörðun er byggð á því að stjórnarmenn hafa vaxandi áhyggjur af mannréttindum í Filippseyjum,“ segir Molly Koscina talsmaður MCC stofnunarinnar.

Duterte hefur lengi barist hart gegn fíkniefnasölum og játaði í gær að hafa sjálfur persónulega drepið grunaða fíkniefnasala er hann var borgarstjóri í Davao.

Frétt mbl.is: Duterte játar að hafa drepið fólk

Frá því að Duterte tók við embætti í lok jún­í hafa yfir 4 þúsund meintir fíkniefnasalar verið drepnir.  Þar af hafa 1.800 verið skotn­ir til bana af lög­reglu og 2.600 til viðbót­ar hafa verið myrt­ir af óþekkt­um árás­ar­mönn­um, sam­kvæmt opinberum tölum. Morðin hafa vakið gagn­rýni alþjóða sam­fé­lags­ins og hafa m.a. bæði Barack Obama Banda­ríkja­for­seti og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam­einuðu þjóðanna, lýst yfir áhyggj­um af þess­ari þróun.

Frétt mbl.is:Duterte íhug­ar að fylgja í fót­spor Rússa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert