Óskaði Sýrlendingum til hamingju

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. AFP

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, óskaði Sýrlendingum til hamingju með að hafa náð að „frelsa“ borgina Aleppo undan uppreisnarmönnum. Í dag hafa að minnsta kosti 1000 uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra verið flutt brott úr borginni vegna samkomulags um vopnahlé. Forsetinn sagði tímamótin vera söguleg í myndbandi sem forsetaembættið sendi frá sér á samfélagsmiðlum.  

Stjórn­ar­her Assad með fulltingi rúss­neskra loft­árása og vopnaðra ír­anskra hópa hefur náð aust­ur­hluta borgarinn­ar úr hönd­um upp­reisn­ar­manna. 

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði að Assad gæti ekki setið við völd sem forseti landsins. Hann vísaði til þess að forseti sem stæði á bak við árásir á spítala í eigin landi væri ekki vært í embætti. Í ofan á lag stýrði hann einungis 40% af Sýrlandi, benti Fallon á. Hann bætti við að það væri mikilvægt að leita leiða til að ná pólitískri sátt í landinu.

Fallon og Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tjáðu sig við fréttamenn eftir að hafa setið fund og rætt hvernig unnt væri að reyna að ráða niðurlögum Ríki íslams í Írak og í Sýrlandi. 

Carter tók í sama streng og Fuller. „Stjórnarskipti eru eina leiðin til að binda enda á þjáningu Sýrlendinga,“ sagði Carter og fordæmdi um leið ofbeldisfulla framgöngu Rússa gegn uppreisnarmönnum í Aleppo.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands og Ashton Carter varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands og Ashton Carter varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
Ukulele
...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...