Duterte vill daglegar aftökur

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. AFP

Mannréttindasamtök og forystumenn innan kaþólsku kirkjunnar áfordæmdu í dag áform Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, um að taka upp dauðarefsingu í landinu á nýjan leik og taka fimm til sex glæpamenn af lífi daglega. Eru áformin sögð villimannleg.

Fram kemur í frétt AFP að Duterte hafi lagt ríka áherslu á að dauðarefsing verði tekin upp að nýju í blóðugu stríði hans gegn glæpamönnum sem kostar hefur um 5.300 manns lífið. Haft er eftir forsetanum að áður hafi dauðarefsingin verið í gildi á Filippseyjum en ekkert verið notuð. Verði hún tekin upp á ný muni hann sjá til þess að henni yrði beitt á hverjum degi, fimm eða sex sinnum. Þetta sagði hann á laugardaginn.

Dauðarefsingin var afnumin fyrir áratug vegna mikils þrýstings frá kaþólsku kirkjunni sem um 80% Filippseyinga tilheyrir. Duterte segir hugsunina á bak við það að taka upp dauðarefsingu að nýju ekki þá að hún dragi úr líkunum á að glæpir verði framdir heldur að um hefnd verði að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert