Hjartnæmir endurfundir

Harry prins faðmar Mutsu, tólf árum eftir að þeir hittust …
Harry prins faðmar Mutsu, tólf árum eftir að þeir hittust fyrst. Skjáskot/Telegraph

Harry Bretaprins hitti piltinn Mutsu á ný í Lesotho í vikunni. Mutsu er munaðarlaus og um hann var fjallað í heimildarmynd um góðgerðarsamtök Harrys fyrir tólf árum.

Endurfundir Harrys og Mutsu voru innilegir og kærleikurinn þeirra á milli augljós. 

„Hvernig hefurðu það?“ spurði Harry og faðmaði Mutsu. „Sjá þig,“ bætti hann hlæjandi við. Mutsu sagðist nú vera fimmtán ára. Hann gat varla sleppt takinu á Harry.

Mutsu hafði skrifað Harry bréf og prinsinn þakkaði honum fyrir það. 

Harry prins kom á fót góðgerðarsamtökunum Sentebale í Afríkuríkinu Lesotho árið 2016. Samtökin hafa það hlutverk að hlúa að börnum sem eiga erfitt uppdráttar. Það á vissulega við Mutsu sem missti foreldra sína ungur.

„Það er magnað að hitta hann aftur og sjá breytinguna,“ segir Harry. Hann gaf sér góðan tíma til að spjalla við Mutsu og ganga um þorpið þar sem hann býr. 

Frétt Telegraph um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert