Trump fundar með flugvélaframleiðendum

Donald Trump kveður herforingja og aðra fundargesti í Mar-a-Lago í …
Donald Trump kveður herforingja og aðra fundargesti í Mar-a-Lago í dag. AFP

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, fundaði í dag með æðstu stjórnendum flugvélaframleiðendanna Boeing og Lockheed, en ekki er langt síðan Trump gagnrýndi hve mikið fyrirtækin kostuðu bandaríska ríkið.

Fundurinn í dag var, að sögn Reuters-fréttastofunnar, haldinn í þeim tilgangi að spara skattgreiðendum fé.

Trump fundaði með Dennis Muilenburg, forstjóra Boeing, og Marillyn Hewson, forstjóra Lockheed, á einum af dvaldarleyfisstöðum sínum, Mar-a-Lago í Flórída, en þar mun forsetinn dvelja yfir jólahátíðina ásamt fjölskyldu sinni.

Eftir að hann var kjörinn forseti hefur Trump kvartað yfir því hve kostnaðarsamir samningar ríkisins við fyrirtækin séu og hefur hann heitið því að taka á tekjuöflunarleiðum ríkisins, sem hluta af stefnu sinni atvinnumálum.

Trump tilkynnti í dag að hann hefði skipað hagfræðinginn Peter Navarro til að fara fyrir málefnum framleiðsluiðnaðarins í stjórn sinni. Þá var einnig greint frá því að milljarðamæringurinn Carl Icahn verði sérstakur ráðgjafi forsetans varðandi reglugerðarbreytingar.

Reuters-fréttastofan hefur eftir Muilenburg, að fundur þeirra Trump hafi verið gagnlegur og að hann dáðist að viðskiptaviti forsetans, en Trump sagði í síðasta mánuði að kostnaður Boeing við að framleiða forsetaflugvélina Air Force Once væri of hár og hvatti alríkisstjórnina til að afturkalla pöntunina.  

Muilenburg sagðist hafa fullyrt við Trump um að hann myndi persónulega sjá um að kostnaðurinn myndi ekki fara út fyrir öll mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert