Bóluefni vekur miklar væntingar

Nýtt bóluefni gegn ebólu vekur miklar vonir og samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í dag. Talið er að bóluefnið, sem enn er bara til í frumgerð, geti veitt 100% vörn gegn veirunni bannvænu.

Ef allt fer að óskum verður mögulegt að dreifa því árið 2018.

Á síðasta ári fengu tæplega sex þúsund manns í Gíneu bóluefnið en um prófanir er að ræða. Enginn þeirra hefur veikst af veirunni.

Aftur á móti fengu 23 þeirra sem voru í samanburðarhópnum ebólu, segi í grein sem birt er í The Lancet læknatímaritinu í dag.

Ebóla greindist fyrst árið 1976 en yfir 11 þúsund manns hafa látist síðan faraldur braust út í Vestur-Afríku árið 2013. Faraldurinn hófst í Gíneu og breiddist fljótt til Líberíu og Síerra Leone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert