Lifði af 10 km fall

DC-9 - flugvél af sömu gerð og þeirri sem fórst.
DC-9 - flugvél af sömu gerð og þeirri sem fórst. wikipedia/ Anthony92931

Flugfreyja sem eins og fyrir kraftaverk lifði af rúmlega 10 km fall þegar flugvél sem hún var um borð í sprakk fyrir 44 árum síðan fannst látin í íbúð sinni í dag. Hún var 66 ára.

Vesna Vulović, sem var 22 ára gömul þegar atvikið átti sér stað  en á þeim tíma var hún flugfreyja hjá júgóslavneska flugfélaginu JAT. Vinir hennar fundu hana látna í íbúð sinni í Belgrad í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

 Vulović var sú eina um borð sem lifði af þegar sprengja sprakk um borð í vélinni þar sem hún flaug yfir tékkneska bæinn Srbska Kamenice 26. janúar 1972. 23 farþegar voru um borð og fimm manna áhöfn auk Vulović.

Hún festist í keilu á afturhluta flugvélarinnar (cone of the tail) og eftir 10.160 metra (33.300 feta) fall lenti hún á jörðinni. Vulović er í heimsmetabók Guinness fyrir að hafa lifað af lengsta fall sögunnar án þess að vera í fallhlíf.

Vulović slasaðist illa og var lömuð um tíma fyrir neðan mitti og var haldið sofandi í einn mánuð í öndunarvél. Við minningarathöfn sem var haldin í bænum árið 2002 sagði Vulović að hugur hennar væri alltaf hjá þeim sem ekki lifðu af.

Sprengju hafði verið komið fyrir í farangursrými vélarinnar í Stokkhólmi en vélin var á leið til Zagreb og báru króatískir aðskilnaðarsinnar ábyrgð á tilræðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert