Svari hryðjuverkum með samheldni

Angela Merkel í nýársávarpi sínu.
Angela Merkel í nýársávarpi sínu. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hvatt þjóð sína halda fast í lýðræðisleg gildi sín gagnvart hryðjuverkaárásum. Hún vill að fólk takist á við „morðingja sem eru uppfullir af hatri“ með samheldni og samúð.  

Í nýársávarpi sínu, sem var flutt innan við tveimur vikum eftir að karlmaður frá Túnis ók vörubíl á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín og drap 12 manns, sagði Merkel að það væri „sárt og hræðilegt“ að árásin og fleiri árásir í júlí hafi verið framdar af hælisleitendum.

Samt sem áður varði hún ákvörðun sína frá því í september í fyrra að hleypa tugum þúsunda hælisleitenda til landsins á flótta undan stríði í araba- og múslimaríkjum.

„Þegar við skoðum myndir frá stríðshrjáðu borginni Aleppo í Sýrlandi er augljóst hversu mikilvægt og rétt var af okkur að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda og þurftu á vernd að halda. Það var rétt að hjálpa þeim að komast hér að og samlagast þjóðinni,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert