Óttast framtíðina með Trump í Hvíta húsinu

AFP

Repúblikaninn og fyrrverandi yfirmaður umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, Christine Todd Whitman,  óttast um framtíð barnabarna sinna með Donald Trump  sem forseta landsins. Todd Whitman var ríkisstjóri í New Jersey 1994-2001.

Whitman, sem fór með umhverfismál í ríkisstjórn Bandaríkjanna (Environmental Protection Agency, EPA) í valdatíð George W Bush, sakar Trump um að hunsa óyggjandi vísindi og hún hafi áhyggjur af framtíð landsins, þar á meðal sjö barnabarna sinna. Hún varar við því að ef Trump standi við ummæli sín um að draga mjög úr áherslu Bandaríkjanna á umhverfismál þá seti það alla heimsbyggðina í hættu.

Stuðningsmenn Trumps segja reglur um loftslags- og umhverfismál hafi slæm áhrif á viðskipti  og efast um áhrif loftlagsbreytinga. Todd Whitman segir aftur á móti að Bandaríkin verði að finna leið til þess að styðja við bakið á viðskiptalífinu án þess að skaða jörðina.

Stefna Trumps í umhverfismálum liggur ekki fyrir en stuðningsmenn hans tala um að auka kolavinnslu, opna nýjar olíuleiðslur og heimila námagröft í víðlendum og jafnvel boranir á norðurslóðum.

Todd Whitman var í viðtali við BBC og þar sagðist hún hafa verulegar áhyggjur af framtíð fjölskyldu sinnar og allra fjölskyldna í heiminum þar sem móðir náttúra hefur aldrei horft á landamæri og það sem eitt ríki gerir hefur áhrif á önnur ríki.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...