Óttast framtíðina með Trump í Hvíta húsinu

AFP

Repúblikaninn og fyrrverandi yfirmaður umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, Christine Todd Whitman,  óttast um framtíð barnabarna sinna með Donald Trump  sem forseta landsins. Todd Whitman var ríkisstjóri í New Jersey 1994-2001.

Whitman, sem fór með umhverfismál í ríkisstjórn Bandaríkjanna (Environmental Protection Agency, EPA) í valdatíð George W Bush, sakar Trump um að hunsa óyggjandi vísindi og hún hafi áhyggjur af framtíð landsins, þar á meðal sjö barnabarna sinna. Hún varar við því að ef Trump standi við ummæli sín um að draga mjög úr áherslu Bandaríkjanna á umhverfismál þá seti það alla heimsbyggðina í hættu.

Stuðningsmenn Trumps segja reglur um loftslags- og umhverfismál hafi slæm áhrif á viðskipti  og efast um áhrif loftlagsbreytinga. Todd Whitman segir aftur á móti að Bandaríkin verði að finna leið til þess að styðja við bakið á viðskiptalífinu án þess að skaða jörðina.

Stefna Trumps í umhverfismálum liggur ekki fyrir en stuðningsmenn hans tala um að auka kolavinnslu, opna nýjar olíuleiðslur og heimila námagröft í víðlendum og jafnvel boranir á norðurslóðum.

Todd Whitman var í viðtali við BBC og þar sagðist hún hafa verulegar áhyggjur af framtíð fjölskyldu sinnar og allra fjölskyldna í heiminum þar sem móðir náttúra hefur aldrei horft á landamæri og það sem eitt ríki gerir hefur áhrif á önnur ríki.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...