Óttast framtíðina með Trump í Hvíta húsinu

AFP

Repúblikaninn og fyrrverandi yfirmaður umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, Christine Todd Whitman,  óttast um framtíð barnabarna sinna með Donald Trump  sem forseta landsins. Todd Whitman var ríkisstjóri í New Jersey 1994-2001.

Whitman, sem fór með umhverfismál í ríkisstjórn Bandaríkjanna (Environmental Protection Agency, EPA) í valdatíð George W Bush, sakar Trump um að hunsa óyggjandi vísindi og hún hafi áhyggjur af framtíð landsins, þar á meðal sjö barnabarna sinna. Hún varar við því að ef Trump standi við ummæli sín um að draga mjög úr áherslu Bandaríkjanna á umhverfismál þá seti það alla heimsbyggðina í hættu.

Stuðningsmenn Trumps segja reglur um loftslags- og umhverfismál hafi slæm áhrif á viðskipti  og efast um áhrif loftlagsbreytinga. Todd Whitman segir aftur á móti að Bandaríkin verði að finna leið til þess að styðja við bakið á viðskiptalífinu án þess að skaða jörðina.

Stefna Trumps í umhverfismálum liggur ekki fyrir en stuðningsmenn hans tala um að auka kolavinnslu, opna nýjar olíuleiðslur og heimila námagröft í víðlendum og jafnvel boranir á norðurslóðum.

Todd Whitman var í viðtali við BBC og þar sagðist hún hafa verulegar áhyggjur af framtíð fjölskyldu sinnar og allra fjölskyldna í heiminum þar sem móðir náttúra hefur aldrei horft á landamæri og það sem eitt ríki gerir hefur áhrif á önnur ríki.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...