Sonur bins Laden á svartan lista

Osama bin Laden var ráðinn af dögum árið 2011.
Osama bin Laden var ráðinn af dögum árið 2011.

Bandarísk stjórnvöld hafa bætt Hamza bin Laden, syni fyrrverandi leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Kaída, Osama bin Laden, á svartan lista yfir hryðjuverkamenn.

Hamza, sem er á þrítugsaldri, hefur tekið þátt í starfsemi al-Kaída eftir að faðir hans var drepinn af sérsveit Bandaríkjahers árið 2011.

Í bréfum sem Hamza skrifaði föður sínum, sem fundust þegar sérsveitin réðst inn á heimili Osama bin Laden, óskaði hann eftir því að fengi þjálfun sem eftirmaður föður síns.

Eftir að bin Laden dó tók Egyptinn Ayman al-Zawahiri við starfi hans á meðan Hamza hefur komið skilaboðum á framfæri til stuðningsmanna samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert