„Hvar var sómakennd ykkar?“

Ungmennin fjögur eru í haldi lögreglu.
Ungmennin fjögur eru í haldi lögreglu. AFP

Fjögur bandarísk ungmenni, sem ákærð eru fyrir að hafa rænt andlega fötluðum 18 ára pilti, og pyntað hann í beinni útsendingu á Facebook, verða ekki látin laus gegn tryggingu.

Þau Jordan Hill, Brittany Covington og Tesfaye Cooper, öll 18 ára, og Tanishia Covington, 24 ára, komu fyrir dómara í Chicago-borg í gær.

Þau hafa verið ákærð fyrir hatursglæpi, mannrán og líkamsárás, meðal annars. Á sama tíma hafa meira en 51 þúsund bandaríkjadalir safnast í söfnun sem hrundið var af stað fyrir fórnarlambið, eða sem nemur tæpum sex milljónum króna.

Dómarinn, Maria Kuriakos Ciesil, neitaði að sleppa þeim úr haldi gegn tryggingu. Í stað þess spurði hún: „Hvar var sómakennd ykkar?“

Tróðu sokk í munn fórnarlambsins

Saksóknarar sögðu fyrir réttinum að fjórmenningarnir hefðu byrjað að berja piltinn, sem þjáist af geðklofa og athyglisbresti, í sendiferðabíl. Ofbeldið hefði svo haldið á heimili eins þeirra, þar sem þau eru sögð hafa neytt hann til að drekka vatn úr klósettinu og kyssa gólfið, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

Þá hafi þau troðið sokk í munn hans, límt fyrir og svo bundið hendur hans saman með belti.

Í myndbandi, sem þau birtu á Facebook í beinni útsendingu, mátti heyra þau tala niðrandi um hvítt fólk og Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.

Lögregla segir þá að sendiferðabílnum hafi áður verið stolið af Hill, sem einnig er sakaður um að hafa krafið móður fórnarlambsins um 300 bandaríkjadali á meðan það var í haldi þeirra, samkvæmt heimildum dagblaðsins Chicago Tribune.

Fréttir mbl.is:

Sýna enga iðrun eftir árásina
Sendu út árás á þroskaskertan mann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert