Bandaríkin fordæma árásina í Jerúsalem

Frá vettvangi í Jerúsalem í dag.
Frá vettvangi í Jerúsalem í dag. AFP

Bandarísk stjórnvöld fordæma harðlega hryðjuverkaárásina sem framin var í Jerúsalem í dag, þar sem maður ók vöruflutningabifreið gegnum mannþröng í borginni með þeim afleiðingum að fjórir ísraelskir hermenn létust og sautján særðust.

„Heigulsverk sem þessi verða aldrei réttlætt og við biðlum til allra um að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að hryðjuverk verði aldrei liðin,“ segir Ned Price, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, í yfirlýsingu.

Hryðjuverkamaðurinn var palestínskur að uppruna og keyrði bílinn inn í hóp ísraelskra hermanna, sem voru í skoðunarferð á þekktum ferðamannastað í Jerúsalem. Var hann svo felldur á staðnum.

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, skrifar um árásina í færslu á Twitter.

„Ég fordæmi heigulslegu árásina í Jerúsalem og bið fyrir þeim látnu, þeim særðu og fjölskyldum þeirra,“ segir Biden.

Mikil bylgja palestínskra bíla-, hnífa- og skotárása hófst í október árið 2015, en þeim hefur farið mjög fækkandi á síðustu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert