Evrópusambandið aldrei sundraðra

Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands.
Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands. AFP

Krafa innan evrusvæðisins um efnahagslegar aðhaldsaðgerðir og niðurskurð að frumkvæði Þýskalands hefur leitt til þess að Evrópusambandið er sundraðra en nokkurn tímann áður.

Þetta segir Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, efnahagsmálaráðherra landsins og leiðtogi þýskra jafnaðarmanna í samtali við þýska tímaritið Spiegel.

Haft er eftir Gabriel í viðtalinu sem birtist um helgina að ekki sé lengur hægt að útiloka að Evrópusambandið kunni að liðast í sundur af þessum sökum. 

„Ef það skyldi gerast myndu börnin okkar og barnabörn fordæma okkur. Vegna þess að Þýskaland hagnast mest á Evrópusambandinu,“ segir hann enn fremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert