Mætir á ráðstefnu um Mið-Austurlönd

John Kerry er á leiðinni til Parísar.
John Kerry er á leiðinni til Parísar. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður viðstaddur ráðstefnu í París á sunnudaginn þar sem rætt verður um frið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Engir leiðtogar frá Ísrael og Palestínu verða viðstaddir ráðstefnuna.

Nokkrar vikur eru liðnar síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi landtöku Ísraela á svæðum Palestínumanna.

Kerry varaði í framhaldinu Ísraela við því að koma upp landtökubyggðum á palestínsku svæði og sagði að það geti ógnað lýðræði þjóðarinnar.

Hann sakaði ríkisstjórn Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um að leyfa Ísraelum að mjakast í átt að varanlegri landtöku.

Frétt mbl.is: Friðarviðræður ef Ísrael hættir landtöku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert