Mexíkó mun ekki borga vegginn

Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó.
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó. AFP

Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, hafnaði því enn og aftur að Mexíkó greiði fyrir landamæravegginn sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reisa.

Trump ítrekaði fyrirætlun sína um að hann myndi láta stjórnvöld í Mexíkó greiða fyrir vegginn á fréttamannafundi í dag. Pena sagði aftur á móti að ríkisstjórn hans myndi leita eftir því að ræða málin við næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Frétt mbl.is: Trump tekur slaginn við blaðamenn

„Við munum aldrei sætta okkur við neitt sem er á móti virðingu okkar lands og þjóðar,“ sagði Pena.

„Það liggur í augum uppi að við munum lenda í einhverjum núningum við næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna, eins og dæmið um landamæravegginn sýnir. Mexíkó mun að sjálfsögðu ekki borga fyrir hann,“ bætti Pena við.

„Ég get hins vegar fullvissað fólk um að ég mun reyna að vinna að góðum samskiptum við Bandaríkin og forseta landsins.“

Donald Trump ítrekaði í dag að hann ætlaði að láta …
Donald Trump ítrekaði í dag að hann ætlaði að láta stjórnvöld í Mexíkó greiða fyrir landamæravegginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert