550 manns bjargað á Miðjarðarhafi í dag

Mörg þúsund flóttamenn hafa látið lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafið …
Mörg þúsund flóttamenn hafa látið lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafið undanfarin ár. Bátarnir sem fólkið var á í dag eru álíka og sá sem sést á myndinni. AFP

Um 550 manns var bjargað á Miðjarðarhafi í dag, en tveir létu lífið við að reyna að komast yfir til Evrópu. Fólkið var á stórum slöngubátum, en ítalska strandgæslan, herskip, verslunarskip og björgunarskip sem voru á staðnum komu að því að bjarga fólkinu. Var það á fjórum stórum slöngubátum.

Samkvæmt tölum frá ítalska innanríkisráðuneytinu komu um 180 þúsund manns yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu á síðasta ári, en aldrei hafa fleiri komið þá leið á einu ári. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er áætlað að meira en fimm þúsund manns hafi dáið á leiðinni yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári, flestir á leiðinni frá Líbíu til Ítalíu.

Frá því að einræðisherrann Múamm­ar Gaddafi var myrtur árið 2011 hafa smyglarar nýtt sér upplausnarástandið í Líbíu og verið stórtækir í að flytja fólk þá 300 kílómetra sem vegalengdin frá Líbíu til Ítalíu er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert