Grunur um svindl hjá Renault

Renault-bifreiðar í Frakklandi.
Renault-bifreiðar í Frakklandi. AFP

Rannsókn verður gerð hjá franska bílaframleiðandanum Renault vegna grunsemda um að fyrirtækið hafi svindlað í útblástursprófum á díselvélum sínum.

Saksóknarar í París greindu frá þessu og fyrir vikið hafa hlutabréf í Renault fallið snögglega.

Renault hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að bílar þeirra „séu ekki með svindl-hugbúnað sem hefur áhrif á útblásturskerfi“.

Þar segir einnig að fyrirtækið fylgi bæði evrópskum og frönskum reglugerðum í hvívetna.

Í kjölfar svindls þýska bílaframleiðandans Volkswagen tengdu útblæstri, fundu franskir sérfræðingar hættulega mikið magn af útbláæstri frá díselvélum þó nokkurra bílaframleiðanda, þar á meðal Renault.

Frétt mbl.is: VW-stjóri sendur í steininn

Hlutabréf í Renault féllu um fjögur prósent skömmu eftir að tilkynnt var um rannsóknina.

Rannsókn stendur einnig yfir á bandaríska bílaframleiðandanum Fiat Chrysler vegna meintra brota á umhverfisstöðlum.

Frétt mbl.is: Fiat Crysler sakað um blekkingar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert