Grétu af gleði þegar stúlkan fannst

Mobley nýfædd og Gloria Williams, sem rændi henni þegar hún …
Mobley nýfædd og Gloria Williams, sem rændi henni þegar hún var átta klukkustunda gömul. Ljósmynd/Twitter

Fjölskylda stúlku sem var rænt fyrir rúmum 18 árum felldi gleðitár þegar hún komst að því að hún væri á lífi. Stúlkunni var rænt af fæðing­ar­deild­inni á spít­ala í Flórída í Banda­ríkj­un­um árið 1998, af konu sem hún hélt að væri móðir sín.

Kamiyah Mobley, sem var rænt í júlí árið 1998, fannst á lífi eft­ir ábend­ingu frá al­menn­ingi. Yf­ir­völd í Suður-Karólínu hafa ákært hina 51 árs gömlu Gloriu Williams fyr­ir mann­rán. Stúlkan hefur nú sett sig í samband við fjölskyldu sína.

Amma stúlkunnar segir það hafa verið einstaka tilfinningu að frétta að barnabarnið hennar væri á lífi og liði vel. „Ég felldi gleðitár og líður svo vel að vita að hún er í lagi og lítur vel út,“ sagði Velma Aiken, amma stúlkunnar, í samtali við BBC-fréttastofuna, og bætti við að hún hefði alltaf haft það á tilfinningunni að barnabarnið hennar væri á lífi og liði vel. „Við héldum bara áfram að biðja, vona og trúa.

Stúlk­an er við góða heilsu en sam­kvæmt fregn­um lít­ur hún út eins og „venju­leg 18 ára stelpa“.

Mobley var ekki nema átta klukku­stunda göm­ul þegar kona, sem þótt­ist starfa á spít­al­an­um, rændi henni. Kon­an sagði móður Mobley að barnið væri með hita og það þyrfti að kanna ástand henn­ar. Hún tók barnið frá móður­inni og hvarf.

Frétt mbl.is: Fannst á lífi 18 árum síðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert