Mannskæð skotárás á skemmtistað

Playa del Carmen er vinsæll ferðamannastaður skammt frá Cancun.
Playa del Carmen er vinsæll ferðamannastaður skammt frá Cancun. Af Wikipedia

Skotárás var gerð á raftónlistarhátíð á ferðamannastaðnum Playa del Carmen í Mexíkó í dag. Að minnsta kosti fimm létust. Mikill troðningur myndaðist er skothríðin hófst, að sögn bæjarstjórans.

Fimmtán slösuðust, m.a. vegna troðningsins. Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð og hóf hann að skjóta um dögun á Blue Parrot-næturklúbbnum á BPM-raftónlistarhátíðinni, segir Cristina Torres, bæjarstjóri.

Þrír hinna látnu eru útlendingar. 

„Í augnablikinu er talið að skotárásarmaðurinn hafi verið einn að verki,“ segir Torres. 

Skotárásin var gerð inni í klúbbnum og reyndu margir að flýja út með þeim afleiðingum að mikill troðningur myndaðist. 

Playa del Carmen er í um 68 kílómetra fjarlægð frá Cancun. Svæðið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna frá Evrópu og Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert