Skutu á dróna

Skotið var á drónann er hann fá flugi við háskólann …
Skotið var á drónann er hann fá flugi við háskólann í Teheran. AFP

Írönsk stjórnvöld segist hafa skotið á dróna sem var á flugi yfir háskólann í Teheran í dag. Skotum var hleypt af á nokkrum stöðum í vesturhluta borgarinnar eftir að dróninn sást á flugi á svæði þar sem bannað er að fljúga.

Fréttir eru misvísandi um hvort að tekist hafi að skjóta drónann niður eða hvort honum hafi einfaldlega verið flogið á braut.

Fréttastofan IRNA sagði í kjölfarið frá því að um myndatökudróna frá þeim hefði verið að ræða. Ekki hefur þó verið staðfest að starfsmenn fréttastofunnar hafi verið að fljúga drónanum á bannsvæðinu.

Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem skotið hefur verið á myndatökudróna fréttastofa sem vilja gjarnan ná loftmyndum af föstudagsbænum íbúanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert