Þykir Trump hlægilegur

Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudag.
Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudag. AFP

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, „talar eins og nýliði“ kemur fram í ríkisreknum fjölmiðli í Kína í dag. Þar kemur fram að hugmyndir Trump um stöðu Taívans séu óásættanlegar.

Dagblaðið Global Times birti ritstjórnargrein þar sem stefna Trump var harðlega gagnrýnd. Þar kemur einnig fram að Kínverjar muni svara því ef ætlun Trump sé að breyta stefnunni; það sé aðeins eitt Kína.

Kín­versk stjórn­völd líta á Taív­an sem upp­reisn­ar­hérað og árið 1979 ákváðu banda­rísk stjórn­völd að slíta form­lega stjórn­mála­sam­bandi við landið. Trump ræddi við Tsai Ing-wen, for­seta Taívans, stuttu eftir að hann vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember en það voru Kínverjar ekki ánægðir með.

„Trump hefur gert okkur reiða áður fyrr en núna er hann hlægilegur,“ stóð í dagblaðinu. China-Daily sakaði Trump í dag um að leika sér að eldinum.

„Ef Trump er ákveðinn í því að gera þetta þegar hann tekur við þá mun tími ófriðar verða óumflýjanlegur. Peking mun ekki eiga neinn kost nema að taka af sér hanskana,“ stóð í China-Daily.

Frétt New York times um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert