Verður vonandi hægt að stöðva blóðbaðið

Mohammed Alloush.
Mohammed Alloush. AFP

Sýrlenskar uppreisnarhópar hafa staðfest að þeir verði viðstaddir friðarviðræður um framtíð Sýrlands sem fara fram í Ast­ana, höfuðborg Kasakst­ans, í næstu viku.

Mohammed Alloush, einn af leiðtog­um upp­reisn­ar­hóps­ins Army of Islam, verður aðalsamningamaður uppreisnarmanna en hann sagðist vonast til að hægt yrði að binda enda á glæpi ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar.

Rúss­ar og Tyrk­ir standa á bak við friðarviðræðurn­ar sem fara fram á milli sýr­lenskra stjórn­valda og upp­reisn­ar­hópa.

Sprengju­árás var gerð í bæn­um Azaz í Norður-Sýr­landi í byrjun janúar en vopna­hlé í land­inu tók gildi 30. des­em­ber.

„Allir uppreisnarhóparnir mæta á staðinn,“ sagði Alloush í samtali við AFP-fréttastofuna. „Með viðræðunum í Astana verður vonandi hægt að binda enda á blóðbaðið sem stjórnvöld og stuðningsmenn þeirra standa fyrir. Við viljum að þessi glæpaalda endi.“

Áður hafði komið fram að Bandaríkjamönnum hafði verið boðið til viðræðnanna.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert