Meiri líkur á þjóðaratkvæði um sjálfstæði

Nicola Sturgeon.
Nicola Sturgeon. AFP

Þjóðaratkvæði um það hvort Skotland skuli verða sjálfstætt ríki er líklegra eftir ræðu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í gær þar sem hún greindi frá áherslum ríkisstjórnar sinnar vegna fyrirhugaðrar úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu.

Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, samkvæmt frétt Euobserver.com og vísaði til þeirra ummæla May að Bretland yrði ekki áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins. Sturgeon hefur ítrekað kallað eftir því Bretar segðu ekki skilið við innri markaðinn þó þeir yfirgæfu sambandið sem slíkt.

„Ég er ekki reiðubúin fyrir það að farið verði Skotland í vegferð sem ég hef sannfæringu fyrir að hefði ekki aðeins tjón í för með sér fyrir efnahagslíf okkar heldur einnig þá samfélagsgerð sem við búum við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert