Útlendingahatur í kjölfar Brexit

Einn þekktasti Svíinn í Bretlandi er knattspyrnumaðurinn sem leikur með …
Einn þekktasti Svíinn í Bretlandi er knattspyrnumaðurinn sem leikur með Manchester United. AFP
Ann Linde, sem fer með málefni Evrópusambandsins í ríkisstjórn Svíþjóðar, segir að Svíar búsettir í Bretlandi hafi orðið fyrir útlendingahatri í sinn garð eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr ESB.

Ann Linde er í London þar sem hún ræðir meðal annars við David Davis, sem fer með Brexit í ríkisstjórn Bretlands og Liam Fox, sem fer með erlend viðskiptamálefni. Hún hefur einnig rætt við Svía sem búsettir eru í Bretlandi og allir þeir fyrir utan einn hafa orðið fyrir hatri á útlendingum síðan í sumar, segir Linde í viðtali við Dagens Nyheter.

Sænski ráðherrann Ann Linde.
Sænski ráðherrann Ann Linde.

Hún nefnir sem dæmi konu sem starfar í banka í Bretlandi en sú varð fyrir því að vinnufélagarnir hafi greitt um það atkvæði að henni yrði vikið úr starfi fyrir að vera útlendingur. Það var hins vegar yfirmaður hennar sem brást hart við og sendi tölvupóst til starfsmanna þar sem fram kom að slík hegðun yrði ekki liðin. 

Annarri sænskri konu hafði verið boðinn vinnusamningur sem fól í sér að ef viðkomandi gæti ekki tryggt rétt sinn til búsetu í landinu yrði hann rekinn samstundis. Samkvæmt lögum ESB er slík mismunun ólögleg.

Eins eru Svíar sem eru giftir Bretum óttaslegnir um sinn hag þegar Bretar ganga úr ESB en alls eru um 100 þúsund Svíar búsettir í Bretlandi og um 30 þúsund Bretar í Svíþjóð.

Frétt Dagens Nyheter í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert