15 börn létust í umferðarslysi

Að minnsta kosti 15 börn létust og tugir slösuðust þegar skólabíll lenti í árekstri við flutningabíl í norðurhluta Indlands í morgun.

Auk barnanna lést ökumaður skólabílsins í slysinu en vegakerfið á Indlandi er afar lélegt og banaslys algeng í umferðinni.

Lögreglan í Uttar Pradesh er enn að störfum á slysstað en staðfest hefur verið að 15 börn létust í slysinu. Óttast er að sú tala eigi eftir að hækka upp í 20. 

Ekki er vitað hvað olli slysinu en algengt er að bílar lendi í árekstri á þröngum vegum í Norður-Indlandi þar sem þykk þoka liggur oft yfir og því lítið skyggni. 

Í fyrra létust 150 þúsund manns í bílslysum á Indlandi, sem svarar til þess að 400 manns deyi á dag í umferðarslysum þar. 

Þoka liggur oft yfir Norður-Indlandi og má oft rekja umferðarslys …
Þoka liggur oft yfir Norður-Indlandi og má oft rekja umferðarslys til lélegs skyggnis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert