Fórnarlömbin valin af handahófi

Abdulgadir Masharipov var handtekinn á mánudag.
Abdulgadir Masharipov var handtekinn á mánudag. AFP

Maðurinn sem skaut 39 til bana á næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt segir að vettvangur árásarinnar hafi verið valinn af handahófi. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum.

Fjöldamorðinginn, Abdulgadir Masharipov, segir að samtökin Ríki íslams hafi sagt honum að gera árás á Taksim torgi. Hann hafi hins vegar verið tilneyddur til þess að hætta við það þar sem gríðarleg öryggisgæsla var á svæðinu. 

Masharipov, sem er frá Úsbekist­an, var handtekinn á á heim­ili vin­ar síns í Esenyurt, sem er út­hverfi Ist­an­búl á mánudag. Með hon­um í íbúðinni var fjög­urra ára gam­all son­ur hans. Fram hefur komið að Masharipov er fé­lagi í þeim armi hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams sem starfar í miðhluta Asíu.

Abdulgadir Masharipov segir að skipanirnar til hans hafi komið frá Raqqa, höfuðvígi Ríkis íslams í Sýrlandi. Þegar í ljós kom að ekki væri hægt að fremja fjöldamorðið á torginu hafi honum verið skipað að leita að nýju skotmarki á svæðinu. Reina virtist henta vel enda lítil öryggisvarsla þar, segir hann.

Frétt BBC 

Abdulgadir Masharipov
Abdulgadir Masharipov AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert