Tvær stúlkur fundust á lífi

Frá leitinni í rústum hótelsins.
Frá leitinni í rústum hótelsins. AFP

Tvær ungar stúlkur eru á meðal þeirra átta sem hafa fundist á lífi eftir að snjóflóð féll á ítalskt hótel fyrir tveimur dögum.

Björgunarsveitarmenn eru að leita í rústum hótelsins. Talið er að að minnsta kosti 25 manns hafi verið á hótelinu þegar snjóflóðið féll síðdegis á miðvikudag.

Frétt mbl.is: Fundu sex manns á lífi

Rigopiano-hót­elið er um 90 km frá upp­tök­um jarðskjálft­ans, sem voru við Mont­ereale, lítið þorp suður af Am­at­rice. Í ág­úst síðastliðnum fórust að minnsta kosti 300 manns þegar stór skjálfti skók borg­ina.  

Frétt mbl.is: Óttast um börn í snjóflóðinu

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert