Hertogahjónin flytjast til Lundúna

Katrín, Karlotta, Georg og Vilhjálmur mættu í messu í Berkshire ...
Katrín, Karlotta, Georg og Vilhjálmur mættu í messu í Berkshire á dögunum. AFP

Skrifstofa Kensington-hallar hefur tilkynnt að Vilhjálmur Bretaprins muni láta af störfum fyrir þyrlusveit East Anglia næsta sumar og sinna konunglegum skyldustörfum í fullu starfi þaðan í frá. Þetta þýðir að hertogahjónin flytjast til Lundúna, þar sem börnin þeirra munu ganga í skóla.

Gert er ráð fyrir að Vilhjálmur og Katrín, eiginkona hans, muni í auknum mæli hlaupa í skarðið fyrir drottninguna auk þess að sinna eigin hugðarefnum.

Að sögn fulltrúa hertogahjónanna í Kensington-höll hafa þau átt góðar stundir í Norfolk og munu áfram eiga heimili í Anmer Hall. Frá og með haustinu munu þau hins vegar dvelja oftar í höfuðborginni.

Þá er haft eftir Vilhjálmi að það hafi verið forréttindi að fá að starfa fyrir þyrlusveit East Anglia. „Frá tíma mínum í hernum hef ég fengið reynslu í þessu starfi sem mun fylgja mér alla ævi og veita mér mikilsvert samhengi í konunglegum störfum mínum næstu áratugi.“

Ekki er vitað hvar börnin munu sækja skóla og leikskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...