Níu milljarða demantarán

AFP

Fimm karlar og tvær konur hafa verið handtekin grunuð um að eiga aðild að demantaráni sem framið var árið 2005 á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Demantarnir voru metnir á 75 milljónir evra, sem svarar til rúmlega níu milljarða króna. Um eitt stærsta skartgriparán sögunnar er að ræða.

Að sögn lögreglu eru þetta allt Hollendingar en fólkið var handtekið í Amsterdam og Valencia á Spáni.

Fólkið var vopnað og dulbúið sem flugvallarstarfsmenn þegar það rændi demöntunum þegar setja átti þá um borð í flugvél. Hluti ránsfengsins fannst í bifreiðinni sem ræningjarnir flúðu á en demantar sem metnir eru á 40 milljónir evra hafa aldrei fundist. 

Sjömenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær og dag og eru þeir grunaðir um ránið og peningaþvætti. 

Schiphol-flugvöllur.
Schiphol-flugvöllur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert