Benoit Hamon sigraði í forvali

Benoit Hamon
Benoit Hamon AFP

Benoit Hamon, fyrrverandi menntamálaráðherra Frakklands, sigraði í fyrri umferð frambjóðendaforvals franska Sósíalistaflokksins fyrir forsetakjör í apríl og maí. Hamon hlaut 35% atkvæða. Í öðru sæti varð fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, en hann fékk 31% atkvæða. Var hann talinn sigurstranglegastur í aðdraganda forvalsins.

Fyrrverandi efnahagsmálaráðherra, Arnaud Montebourg, varð síðastur og hlaut 18% atkvæða. Hann verður því ekki á kjörseðlinum í annarri umferð forvalsins.

Stjórnmálaskýrendur telja flokkinn laskaðan vegna óvinsælda fráfarandi forseta landsins, François Hollande. Forvalið er því talið prófsteinn og ráðandi um hvort flokknum takist að rísa úr öskunni þannig að kjósendum líki.

Í kosningunum í vor er líklegast að baráttan verði aðallega milli íhaldsmannsins François Fillon sem er fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Emmanuel Macron, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra og leiðtoga Hreyfingarinnar, sem staðsetur sig á miðju stjórnmálanna.

Manuel Valls
Manuel Valls AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert