Leikari skotinn til bana við tökur

AFP

Leikari var skotinn til bana við tökur á tónlistarmyndskeiði á bar í áströlsku borginni Brisbane. Um slysaskot var að ræða en skotvopn voru notuð í myndskeiðinu.

Leikarinn, sem var á þrítugsaldri, var skotinn í brjóstið en leikararnir í myndskeiðinu beittu skotvopnum í atriðinu. Þrátt fyrir að talið sé að um slysaskot sé að ræða er málið í höndum rannsóknarlögreglunnar.

Samkvæmt frétt Brisbane Times var verið að taka upp lag með hip-hop sveitinni Bliss n Eso á Brooklyn Standard, bar í miðborg Brisbane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert