Sérstök lög gætu leyft afsögn keisarans

Akihito ávarpar þjóð sína í nýársræðunni þann 2. janúar.
Akihito ávarpar þjóð sína í nýársræðunni þann 2. janúar. AFP

Löggjafarþing Japans gæti samþykkt frumvarp, sem veita myndi keisara landsins sérstakt leyfi til að víkja úr embætti sínu, en rúmar tvær aldir eru síðan það gerðist síðast.

Þessi möguleiki er einn þeirra sem nefnd sérfræðinga hefur kynnt sem lausn á því vandamáli sem kom upp síðasta sumar, þegar Akihito keisari lét það í ljós að hann langaði til að stíga til hliðar. Keisarinn, sem er 83 ára, hefur gegnt embættinu í næstum þrjá áratugi.

Fréttir af þessu ollu töluverðum titringi í landinu, en erfðatign þess er á meðal þeirra elstu sem enn eru við lýði. Þó að keisarar hafi áður sagt af sér í langri sögu keisaradæmisins, eru engin fordæmi fyrir því á undanförnum tvö hundruð árum, og engin leið til þess samkvæmt núgildandi lögum.

Frétt mbl.is: Heilsu keisarans að hraka

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert