Sóttir til saka fyrir dreifingu

Nauðgunin var sýnd beint á Facebook.
Nauðgunin var sýnd beint á Facebook. AFP

Þeir sem verða uppvísir að því að dreifa myndbandi sem sýnir þrjá menn nauðga konu eiga hættu á að verða sóttir til saka. Nauðgunin var sýnd beint á Facebook í Uppsölum í Svíþjóð í gær. Lögreglunni barst ábending um athæfið og handtók hún mennina. Á myndbandinu sést þegar lögreglan kemur inn og slekkur á myndbandinu.

Frétt mbl.is: Sýndu hópnauðgun beint á Face­book

Í ljósi alvarleika ofbeldisins og af virðingu við þolandann fer lögreglan þess á leit við þá sem hafa myndefnið undir höndum að dreifa því ekki áfram heldur koma myndefninu til lögreglunnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag.

Frétt Aftonbladet og sænska ríkissjónvarpsins.    

Rannsókn málsins stendur enn yfir. Mennirnir þrír eru fæddir á árunum, 1992, ann­ar árið 1996 og sá þriðji er fædd­ur 1998. Nokkrir þeirra hafa komið áður við sögu lögreglunnar en ekki fyrir kynferðisbrot, segir Magnus Berggren yfirlögregluþjónn. 

Lögreglan hefur ekki staðfest hvort mennirnir sjást nota byssu við verknaðinn líkt og nokkrir áhorfendur hafa greint frá. 

Konan er fædd árið 1986 samkvæmt heimildum Aftonbladet. Blaðið hefur einnig eftir einum sjónvarvotti, Lindu 22 ára, að um 200 manns hafi horft á beina útsendingu á nauðguninni þegar hún sá hana. 

Lögreglan hvetur þá sem urðu vitni að þessu og eða hafa myndefni undir höndum að gefa sig fram við lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert