Tíu látnir og um 30 leitað

Wikipedia

Tíu í það minnsta létu lífið og um 30 er leitað eftir að bátur sökk út af ströndum Malasíu en talið er að báturinn hafi flutt ólöglega innflytjendur frá Indónesíu.

Fram kemur í frétt AFP að lík sex kvenna og fjögurra karla hafi fundist í morgun þar sem þeim hafði skolað á land skammt frá strandbænum Mersing. 

„Við teljum að um 40 Indónesar hafi verið í bátnum og að um ólöglega innflytjendur hafi verið að ræða,“ er haft eftir ónafngreindum malasískum embættismanni.

Tveimur farþegum var bjargað og þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Fram kemur í fréttinni að ekki liggi fyrir hvert ástand þeirra er. Talið er að báturinn hafi sokkið vegna þess að of margir hafi verið um borð og vegna slæms veðurs.

Slík slys eru algeng á þessum slóðum, segir ennfremur í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert