Trúir á brýr en ekki veggi

Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó.
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó. AFP

„Þótt Mexíkó virði rétt annarra ríkja til að standa vörð um eigið öryggi þá trúir Mexíkó ekki á veggi heldur á brýr,“ sagði Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í dag. Hann mótmælir harðlega ummælum Donalds Tump, forseta Bandaríkjanna, sem hefur sagst ætla að reisa vegg milli landanna tveggja á kostnað Mexíkó.

Tilgangurinn er meðal annars að koma í veg fyrir að Mexíkóbúar flytji ólöglega til Bandaríkjanna, að sögn Trumps.    

Trump hefur einnig heitið því að endurskoða viðskiptasamning milli ríkjanna. Hann hefur sagst ætla fella úr gildi fríverslunarsamning til að vernda störf í Bandaríkjunum. Þetta veldur ugg í Mexíkó því flestar útflutningsvörur landsins eru seldar til Bandaríkjanna. 

Hyggst verja hagsmuni landsins

Pena Nieto sagðist jafnframt tilbúinn að ræða við Trump um málefni Mexíkó. Eitt af því er um ólöglega innflytjendur til Bandaríkjanna og fleira sem Trump varð tíðrætt um í kosningabaráttunni. Hins vegar muni hann verja hagsmuni landsins. 

„Hvorki átök né uppgjöf heldur samtal og samningar,“ sagði Pena Nieto um þær aðferðir sem hann mun nota í samskiptum við Trump.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert