Ríkisstjórn Bretlands vonsvikin

Jeremy Wright fyrir utan dómshúsið.
Jeremy Wright fyrir utan dómshúsið. AFP

Ríkisstjórn Bretlands er vonsvikin eftir úrskurð Hæstaréttar þar í landi, um að henni beri að leita samþykkis þingsins áður en gengið verður úr Evrópusambandinu. Þetta sagði ríkissaksóknari Bretlands, Jeremy Wright, á tröppum Hæstaréttar eftir að dómstóllinn hafði kveðið upp úrskurð sinn í málinu.

Sagði Wright að ríkisstjórnin myndi þó gera allt sem í hennar valdi stæði til að framfylgja dómnum. Dómstóllinn hefði þá gefið skýrt til kynna að hann væri ekki að reyna að snúa við ákvörðuninni um hið svokallaða Brexit.

Heldur væri málið nú orðið pólitísks eðlis, fremur en lagalegs.

Að lokum tilkynnti hann að Brexit-ráðherrann David Davis myndi fara með sérstaka yfirlýsingu fyrir þingið síðar í dag, samkvæmt umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert