Sex látnir eftir að þyrla hrapaði

Þyrlan hrapaði við Campo Felice-skíðasvæðið.
Þyrlan hrapaði við Campo Felice-skíðasvæðið.

Björgunarþyrla, sem talin er hafa verið með sex manns um borð, hefur brotlent í fjalllendi á Ítalíu. Þetta herma þarlendir fjölmiðlar.

Þyrlan féll til jarðar nærri Campo Felice-skíðasvæðinu, eftir að hafa tekið þar upp slasaðan skíðamann.

Þyrlan er ekki sögð tengjast aðgerðum í kjölfar snjóflóðsins, sem féll á hótel þar nærri á miðvikudag.

Ítalska ríkissjónvarpið Rai segir björgunarlið hafa verið sent á vettvang frá höfuðstöðvunum í Penne, þaðan sem aðgerðum vegna snjóflóðsins er stýrt, samkvæmt frétt BBC.

Uppfært 14.00:

Allir sex sem um borð voru í þyrlunni, létust að sögn lögreglu. Þyrlan féll til jarðar í þykkri þoku.

Íbúar svæðisins hafa einnig síðustu daga þurft að þola tíða jarðskjálfta og banvænt snjóflóð.

Frétt mbl.is: Fjórtán látnir eftir snjóflóðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert