Múrinn greiddur með vöruskatti

Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær.
Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að fjármagna byggingu múrs við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með því að leggja á 20 prósenta innflutningsskatt á mexíkóskar vörur.

„Með því að gera þetta getum við náð í 10 milljarða dollara á ári og auðveldlega borgað fyrir múrinn, bara með þessu einu saman,“ sagði Sean Spicer, talsmaður Trumps.

Forseti Mexíkó aflýsti fyrr í dag fyrirhuguðum fundi með Trump eftir deilur þeirra á milli vegna múrsins og hver skuli greiða fyrir hann. 

Frétt mbl.is: Fundurinn hefði verið „árangurslaus“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert