Tyrkir íhuga að hætta að taka við flóttamönnum

Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands, segir Tyrki íhuga að hætta að …
Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands, segir Tyrki íhuga að hætta að taka aftur við flóttamönnum sem fara til Grikkklands. AFP

Stjórnvöld í Tyrklandi íhuga nú að hætta að taka aftur við við hælisleitendum og flóttamönnum frá Grikklandi, eftir að hæstiréttur Grikklands neitaði að framselja átta tyrkneska hermenn sem grunaðir eru um aðild að valdaránstilrauninni  í Tyrklandi í sumar.

„Við erum núna að íhuga hvað við eigum að gera...Við munum gera allt sem þarf, til að mynda að afnema endursendinga samninginn,“ hefur TRT Haber útvarpsstöðin Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands.

Cavusoglu vísaði þar til samnings sem Tyrklandi og Evrópusambandið gerðu með sér á síðasta ári. Samningurinn kveður á um að Tyrkland taki aftur við öllum flóttamönnnum sem koma til Grikklands, til að stemma stigu við flóttamannastrauminum til Evrópu.

Hermennirnir sem Grikkir neita að framselja komu til Grikklands daginn eftir valdaránstilraunina í júlí og óskuðu eftir hæli þar í landi.

Tyrknesk stjórnvöld hafa farið fram á að fá þá framselda þar sem að þeir hafi átt þátt í valdaránstilrauninni, en grískur dómstóll hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að þeirra biðu ekki sanngjörn réttarhöld heima fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert