Andstæðingur Pútíns fluttur á sjúkrahús

Vladimír Pútín á blaðamannafundi í Búdapest fyrr í dag.
Vladimír Pútín á blaðamannafundi í Búdapest fyrr í dag. AFP

Þekktur andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta hefur verið lagður inn á sjúkrahús, alvarlega veikur, tveimur árum eftir að hann lést næstum því í kjölfar mögulegrar eitrunar.

Vladimír Kara-Murza, sem er blaðamaður og starfar fyrir lýðræðissamtökin Open Russia, veiktist klukkan fimm í nótt að staðartíma, eða klukkan tvö eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Eiginkona hans sagði í samtali við fréttastofu BBC fyrr í dag að hún væri á leið á sjúkrahúsið, þar sem honum er haldið sofandi.

„Hann er þegar kominn í öndunarvél og er haldið í dái. Þetta eru sömu einkennin,“ sagði hún, en Kara-Murza lést næstum þegar nýru hans biluðu skyndilega árið 2015.

„Orsakirnar eru óljósar eins og síðast. Hann hefur verið virkur og hraustur að undanförnu.“

Aldrei fékkst botn í það hvað hefði orsakað síðustu veikindi Kara-Murza, en sýni gátu staðfest að hann hefði innbyrt eitrað efni.

Kara-Murza, sem þá var 33 ára, var haldið sofandi í næstum viku og átti erfitt með samskipti þegar hann komst loks til meðvitundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...