Andstæðingur Pútíns fluttur á sjúkrahús

Vladimír Pútín á blaðamannafundi í Búdapest fyrr í dag.
Vladimír Pútín á blaðamannafundi í Búdapest fyrr í dag. AFP

Þekktur andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta hefur verið lagður inn á sjúkrahús, alvarlega veikur, tveimur árum eftir að hann lést næstum því í kjölfar mögulegrar eitrunar.

Vladimír Kara-Murza, sem er blaðamaður og starfar fyrir lýðræðissamtökin Open Russia, veiktist klukkan fimm í nótt að staðartíma, eða klukkan tvö eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Eiginkona hans sagði í samtali við fréttastofu BBC fyrr í dag að hún væri á leið á sjúkrahúsið, þar sem honum er haldið sofandi.

„Hann er þegar kominn í öndunarvél og er haldið í dái. Þetta eru sömu einkennin,“ sagði hún, en Kara-Murza lést næstum þegar nýru hans biluðu skyndilega árið 2015.

„Orsakirnar eru óljósar eins og síðast. Hann hefur verið virkur og hraustur að undanförnu.“

Aldrei fékkst botn í það hvað hefði orsakað síðustu veikindi Kara-Murza, en sýni gátu staðfest að hann hefði innbyrt eitrað efni.

Kara-Murza, sem þá var 33 ára, var haldið sofandi í næstum viku og átti erfitt með samskipti þegar hann komst loks til meðvitundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...