Lögbann á ferðabann Trumps

Bob Ferguson saksóknari á blaðamannafundi í gær.
Bob Ferguson saksóknari á blaðamannafundi í gær. AFP

Bandarískur alríkisdómari fyrirskipaði í gær tímabundið lögbann á ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna borgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta að koma til landsins. Úrskurður dómarans er talinn mikið áfall fyrir forsetann.

Fram kemur í frétt AFP að úrskurður dómarans, James Robart, í borginni Seattle gildi á landsvísu en hann féll í kjölfar kæru frá ríkissaksóknara Washington-ríkis, Bobs Ferguson. Lögbannið gildir á meðan kæra Fergusons verður tekin til skoðunar.

„Stjórnarskráin sigraði í dag,“ sagði Ferguson þegar úrskurður Robarts lá fyrir. Sagði hann niðurstöðuna sögulega. „Enginn er hafinn yfir lögin. Ekki einu sinni forsetinn.“ Það sem hefði sigur í dómsalnum væri ekki háværasta röddin heldur stjórnarskráin.

Benti Ferguson ennfremur á að Robart dómari hefði verið skipaður á sínum tíma af George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem kom úr Repúblikanaflokknum líkt og Trump. Hvíta húsið brást hratt við og sagðist meira en reiðubúið í átök um málið.

Talsmenn Trumps lýstu úrskurðinum í fyrstu sem hneyksli en það orðalag var síðan fjarlægt úr yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. Fram kemur í yfirlýsingunni að dómsmálaráðuneytið hafi í hyggju að fara fram á frestun á úrskurði dómarans við fyrsta tækifæri.

Ferguson sagði að úrskurðurinn þýddi í raun að hver sem hefði gilda vegabréfsáritun ætti rétt á að koma til Bandaríkjanna. Óvíst er hins vegar hvort mótaðgerðir stjórnvalda skili árangri sem kann að þýða að ferðamenn verði í lagalegri óvissu um stöðu sína.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...