Fá mjólkina úr tuskudýri

Dýrahirðar á Indlandi nota tuskudýr til að hjálpa þremur, móðurlausum tígrisdýrahvolpum að ná áttum. Móðir þeirra drapst skömmu eftir að þeir fæddust. 

Hvolparnir eru hrifnir af tuskudýrinu og sjúga mjólk úr pelum sem komið hefur verið fyrir inni í því. 

Hvolparnir eru á verndarsvæði fyrir tígrisdýr í Madhya Pradesh-ríki á Indlandi. 

„Við reyndum að gefa þeim geitamjólk úr pelum en þeir vildu ekki eiga í samskiptum við mannfólk. Þeir bara neituðu að taka við pelunum frá starfsfólkinu okkar,“ segir Mridul Pathak sem starfar á verndarsvæðinu. „Núna hafa þeir drukkið mjólk úr tuskudýrinu í sex daga. Orka þeirra hefur verið að aukast allt frá fyrsta sopa.“

Dýrahirðarnir hafa einnig búið til sérstakt bæli fyrir litlu fjölskylduna innan girðingar verndarsvæðisins. 

Tígrisdýr eru í útrýmingarhættu. Á síðasta ári er talið að meira en 98 stór kattardýr hafi verið drepin af veiðiþjófum á Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert