Meirihlutinn hlynntur Brexit

AFP

Meirihluti Breta er hlynntur þeirri stefnu sem ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hefur markað varðandi úrsögn landsins úr Evrópusamabndinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins ORB samkvæmt frétt Reuters.

Fram kemur í fréttinni að 53% Breta séu sátt við áherslur ríkisstjórnarinnar en 47% séu ósátt við þær. Það sé mikil breyting frá því í janúar þegar 38% hafi verið hlynnt áformum stjórnarinnar en 62% þeim andvíg. May kynnti á dögunum með hvaða hætti hún hyggst segja skilið við Evrópusambandið en í því felst að yfirgefa um leið innri markað þess.

Tæpur helmingur, eða 47%, telja að May muni takast að landa hagstæðum samningi við Evrópusambandið í tengslum við útgönguna en 29% eru því ósammála. Í janúar voru 35% á hvorri skoðun. Um netkönnun var að ræða með 2.058 manna úrtaki. Könnunin var gerð dagana 3.-5. febrúar.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert