Taka 500 börn í stað 3.000

Afgönsk börn á flótta.
Afgönsk börn á flótta. AFP

Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt þingmönnum að þau hyggist aðeins taka á móti 150 börnum sem dvelja nú eins síns liðs í flóttamannabúðum í Grikklandi, Ítalíu og Frakklandi. Vonir stóðu til að börnin yrðu samtals 3.000 en 350 hafa þegar verið flutt til Bretlands.

Það var David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti að bresk stjórnvöld myndu greiða fyrir komu barnanna, í kjöflar heitrar samfélagsumræðu um flóttamannavandann.

Aðgerðasinnar höfðu sem fyrr segir vonast til að tekið yrði á móti allt að 3.000 börnum, þar sem þingmönnum hafði verið tjáð að staðaryfirvöld í Bretlandi hefðu verið beðin um að sjá þeim fjölda fyrir heimilum.

Robert Goodwill innflytjendaráðherra tilkynnti þingmönnum í yfirlýsingu að einn hópur 150 barna yrði fluttur til Bretlands á grundvelli áætlunar Cameron. Hann vildi ekki staðfesta að þetta yrði síðasti hópurinn til að njóta þess en það fékkst síðar staðfest hjá innanríkisráðuneytinu.

Önnur áætlun, sem felur í sér móttöku barna með tengsl við Bretland á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, mun einnig líða undir lok.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert