Synjað um að loka flóttamannabúðum

Dadaab flóttamannabúðirnar.
Dadaab flóttamannabúðirnar. AFP

Hæstiréttur Kenýa hefur komið í veg fyrir að áætlun stjórnvalda um að loka Dadaab-flóttamannabúðunum verði að veruleika. Um er að ræða stærstu flóttamannabúðir heims. Ríkisstjórn Kenýa ætlaði að loka búðunum og senda flóttafólkið, sem er frá Sómalíu, til síns heima.

Hæstaréttardómarinn John Mativo segir að áætlunin um loka búðunum brjóti gegn stjórnarskrá landsins og jafngildi ofsóknum í garð flóttafólks.

Alls búa 256 þúsund manns íDadaab og eru flestir þeirra Sómalar sem flúðu yfir landamærin eftir að borgarastyrjöld braust út í landinu árið 1991.

AFP

Ríkisstjórn Kenýa hefur beitt harðri stefnu varðandi flóttamannabúðirnar sem fara ört stækkandi. Segja stjórnvöld að þær séu æfingabúðir fyrir vígasamtökin Shabaab. Ítrekað hefur verið tilkynnt um að Sómalar sem þar eru verði sendir til heimalandsins. Mativo segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem beinist gegn ákveðnum hópi flóttafólks séu ofsóknir í garð ákveðins hóps, þetta sé ólögleg mismunum og þar af leiðandi brot á stjórnarskrá.

Í niðurstöðu hæstaréttar segir að ákvörðun um að loka búðunum hafi verið tekin án þess að veita íbúum þar almennilega ráðgjöf. Það sé brot á stjórnarskrárbundnu ákvæði um að fólk eigi rétt á réttlátri málsmeðferð. Ef flóttafólkið hefði verið sent úr landi hafi Kenýa brotið gegn alþjóðlegum sáttmálum sem ríkið hefur undirritað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert