Vísað úr landi eftir 22 ár

Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að reka alla ólöglega innflytjendur …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að reka alla ólöglega innflytjendur úr landi. AFP

Mexíkóskri konu hefur verið vísað frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur búið frá 14 ára aldri. Konan, hin 36 ára gamla Guadalupe Garcia de Rayos, kom til Bandaríkjanna sem ólöglegur innflytjandi.

Hún hefur starfað og búið í Bandaríkjunum í 22 ár en börn hennar tvö, sem fæddust þar í landi, og eiginmaður hennar urðu eftir. Sjö mótmælendur voru handteknir þar sem þeir reyndu að stöðva faratækið sem fór með hana frá Phoenix. 

Árið 2009 játaði Rayos að hafa notað fölsuð skilríki til að sækja um vinnu og var hún handtekin fjórum árum síðan og tilkynnt að henni yrði vísað úr landi. Brottvísuninni var frestað en Rayos var handtekin þegar hún kom á skrifstofu innflytjendayfirvalda í Phoenix fyrir tveimur dögum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því í kosningabaráttu sinni að reka alla ólöglega innflytjendur úr landi.

„Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það var að sjá mömmu í þessum bíl,“ sagði Jaqueline, 14 ára dóttir Rayos þegar hún lýsti því hvernig það hefði verið að fylgjast með móður sinni vísað úr landi.

Talið er að hátt í sex milljónir innflytjenda frá Mexíkó séu í Bandaríkjunum án tilskilinna leyfa.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert