Vilja ferðabann í anda Trumps

AFP

Meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins vill banna fólki frá múslimaríkjum að koma til heimalanda þeirra samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem breska hugveitan Chatham House lét gera. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com.

Fram kemur í fréttinni að 55% væru hlynnt slíku banni í anda tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en 20% væru því andvíg. Horft til einstakra ríkja væru 71% Pólverja hlynnt slíku ferðabanni, 65% Austurríkismanna, 64% Ungverja, 61% Frakka, 58% Grikkja, 53% Þjóðverja, 51% Ítala, 47% Breta og 41% Spánverja.

„Þær [niðurstöðurnar] benda til þess að andstaða á meðal almennings við frekari innflutning fólks frá ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meirihluta sé engan veginn bundin við kjósendur Trumps í Bandaríkjunum heldur fremur útbreidd,“ segir í yfirlýsingu frá hugveitunni.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...