Dýrt að yfirgefa evruna

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar.
Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar. AFP

Kæmi til þess að Frakkland segði skilið við evruna og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil á nýjan leik myndi það hafa mikinn árlegan kostnað í för með sér að mati bankastjóra franska seðlabankans, Francois Villeroy de Galhau.

De Galhau telur að Frakkland þyrfti að punga út sem næmi 30 milljörðum evra (um 3.6 billjónir íslenskra króna) á ári til viðbótar við útgjöld franska ríksins sem fyrir eru samkvæmt frétt Euobserver.com. Kostnaðurinn kæmi til vegna hærri vaxta á skuldir ríkisins sem nema 2,2 billjónum evra eða sem nemur um 263 billjónum íslenskra króna.

Eitt af stefnumálum Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, er að Frakkland segi skilið við evruna. Forsetakosningarnar fara fram í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert