Réttað yfir Rolf Harris á ný

Rolf Harris.
Rolf Harris. AFP

Réttað verður að nýju yfir sjónvarpsstjörnunni fyrrverandi,  Rolf Harris, þar sem dómurum hefur ekki tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Harris er ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart þremur stúlkum fyrir áratugum síðan.

Við ný réttarhöld verður einnig tekin fyrir fjórða ákæran gegn Harris sem er 86 ára að aldri, segir í tilkynningu frá ríkissaksóknara.

Harris er ákærður fyrir  að hafa beitt 14 ára stúlku kynferðislegu ofbeldi árið 1971, 13 ára stúlku árið 1983 og þriðja unglingnum árið 1978. Réttarhöldin hefjast 15. maí. 

Rolf Harris er frá Ástralíu en hann flutti til Englands og var í listnámi í London. Á sjötta áratugnum var hann með mjög vinsæla sjónvarpsþætti á BBC og náði einnig langt á tónlistarsviðinu. Meðal annars fór lag hans Two Little Boys  í toppsæti vinsældalistans með árið 1969 og söng síðan Tie Me Kangaroo Down, Sport með Bítlunum. 

Harris var hand­tek­inn seint árið 2013 en mál hans komst upp í kjöl­far rann­sókn­ar lög­reglu á sjón­varps­mann­in­um Jimmy Sa­vile en hann mis­notað fleiri hundruð manns ásamt því að mis­nota lík kyn­ferðilega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert