52 látnir eftir kröftuga bílsprengju

Í það minnsta 52 eru látnir og fleiri en fimmtíu særðir eftir að kröftug bílsprengja sprakk á markaði með notaða bíla í suðurhluta Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Árásin er sú skæðasta það sem af er þessu ári.

Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásina og hefur forsætisráðherra landsins, Haider al-Abadi, kallað til sérstaks fundar hjá öryggisráði sínu.

Talið er víst að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams beri ábyrgð á árásinni, en þau hafa lýst nær öllum árásum undanfarinna mánaða á hendur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert